Persónuverndarstefna

Marýs.is leggur mikla áherslu á að vernda persónuupplýsingar einstaklinga og virða réttindi þeirra. Hér er því lýst með hvaða hætti vinnsla persónuupplýsinga fer fram hjá versluninni.

1. Hvað eru persónuupplýsingar?

  • Allar þær upplýsingar sem eru persónugreinanlegar, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings.

2. Persónuupplýsingar sem Handverkstorg vinnur um viðskiptavini sína:

  • Við kaup á vöru af Marýs.is í gegnum netið er upplýsingum safnað um nafn, kennitölu, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer viðskiptavinar ásamt kreditkortaupplýsingum. Þetta er gert til þess að unnt sé að gefa út reikninga, fá greiðslu og koma vörunum á rétta staði. Handverkstorg heldur líka utan um kaupsögu viðskiptavina með þessum hætti.
  • Tæknileg gögn: Þegar fólk heimsækir vefsvæðið safnar netþjónninn gögnum sem vafri viðkomandi sendir út, þ.e. upplýsingum um IP-tölu, hvaðan heimsóknin kemur, leitarorð og vafra. IP -tölur eru ekki notaðar til að auðkenna viðkomandi notanda persónulega.

3. Miðlun upplýsinga til þriðja aðila:

  • Persónuupplýsingar verða aðeins afhentar þriðja aðila að því marki sem krafist er á grundvelli laga eða reglna, svo sem Ríkisskattstjóra eða öðrum eftirlitsaðilum.

4. Hvernig öryggi persónuupplýsinga er tryggt:

  • Marýs.is leitast ávallt við að gera viðeigandi ráðstafnir til að tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem síðan býr yfir.
  • Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar mun það strax verða tilkynnt Persónuvernd.

5. Einstaklingar hafa ávallt rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem vefsvæðið hefur um það.